Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á morgun frá klukkan 09 – 18. Veðurspáin fyrir morgundaginn hljóðar svo: „Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm á morgun, 18-25, með 30-40 m/s í hviðum. Fyrst talsverð snjókoma og síðar rigning. Snýst í suðvestan 13-18 síðdegis á morgun með skúrum. Hiti 0 til 5 stig á morgun.“
Appelsínugul viðvörun
„Suðaustan stormur eða rok 18-25 m/s með snjókomu og síðan slyddu. Lélegt skyggni og akstursskilyrði slæm. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Hægari vindur og úrkomuminna í uppsveitum. Búast má við samgöngutruflunum og fólki bent á að sýna varkárni og fresta ferðalögum fram yfir gildistíma viðvöruninnar.“