Búið er að opna Þrengsli. Hellsiheiði og Mosfellsheiði eru enn lokaðar. Mjög hvöss vestanátt er á svæðinu 18-25 m/s. Gengur á með hryðjum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands lægir talsvert með deginum og í kvöld. Í nótt er spáið vaxandi suðvestanátt með hvassviðri og éljagangi á morgun.
„Vestan 18-25 m/s og víða él í dag. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig.
Snýst í hvassa austanátt á föstudag með slyddu eða snjókomu, en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.