-7 C
Selfoss

Hugarfrelsi fyrir börn

Vinsælar fréttir

Hugarfrelsi er verkefni sem þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna  Jónsdóttir standa að. Þær fóru af stað með Hugafrelsi eftir þónokkrar vangaveltur um lífið og tilveruna. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að hlutverk okkar beggja væri að hjálpa öðrum, meðal annars börnum,“ segir Unnur. Þær leggja áherslu á að hjálpa börnum til að átta sig á því hver þau raunverulega eru, hvar styrkleikar þeirra liggja og hvað veitir þeim ánægju og gleði. „Með því að kenna þeim á þessa þætti eru meiri líkur á því að þau öðlist hamingju, friðsæld og verði sátt við sig og aðra samfeðramenn. Þá verða þau betur fær um að forgangsraða í lífi sínu sjálfum sér og öðrum til heilla,“ segir Hrafnhildur.

Áhersla á einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd

„Námskeiðin okkar kenna börnum einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd sína og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meðal þess sem við gerum í tímum eru öndunaræfingar, jóga, slökun og hugleiðsla. Þá er auðvitað fræðsla og verkefni sem við notum til þess að efla einstaklinginn og sjálfsmynd hans,“ segja þær báðar. Aðspurðar um það hvort þetta efni eigi ekki vel við á tímum samfélagsmiðla og samanburðar segja þær: Jú algjörlega. Þegar álag, áreiti og samanburður er mikill skiptir öllu máli að vera með sterka sjálfsmynd og vita hvar styrleikar manns liggja. Að nota styrkleikaþjálfun með börnum sem mótvægi við snjalltækjanotkun er algjör snilld.

Hvar, hvernig og fyrir hverja?

Á Selfossi kennir Helga Helgadóttir námskeiðin. Boðið er upp á námskeiðið Kátir krakkar fyrir börn í 2.- 4. bekk og 5.-7. bekk. Í upphafi námskeiðsins fá foreldrar senda fræðslu þar sem Hrafnhildur og Unnur, eigendur Hugarfrelsis, fara vel yfir áherslur námskeiðsins og hvað gert er í hverjum tíma. Kennslan er 10 skipti alls og kennt er einu sinni í viku í húsnæði Rauða krossins Eyrarvegi 23. Einnig hefur verið í boði námskeið fyrir unglinga. Í mars ætlum við að bjóða upp á í fyrsta sinn helgarnámskeiðið VELDU fyrir 13-16 ára. Við erum mjög spenntar fyrir því að geta komið til móts við þennan aldur með þessum hætti. Það er mikið í gangi hjá unglingum og margir að æfa mikið. Á helgarnámskeiðinu verða kenndar aðferðir sem hjálpa ungmennum að efla sig og styrkja svo þau eigi auðveldara með allt það val sem þau standa frammi fyrir á hverjum degi. Ungt fólk sem þekkir styrkleika sína og hefur trú á eigin getu á auðveldara með að velja og blómstra í lífinu.

Foreldar mikilvægur hlekkur

„Foreldrar fá líka vikulega sendan tölvupóst þar sem tilgreint er hvað gert er í tíma vikunnar og hvað hægt er að gera heima með börnunum milli tíma. Bestur árangur næst þegar foreldrar taka virkan þátt heima til dæmis með því að lesa hugleiðslusögur fyrir börn sín eða minna þau á að velja að vera jákvæð og hafa trú á eigin getu. Námskeiðið er því bæði fyrir börnin og foreldra þeirra,“ segja þær stöllur að lokum.

Nýjar fréttir