-7.9 C
Selfoss

Minniháttar umferðarslys við Suðurhóla – hringtorg nauðsynlegt

Vinsælar fréttir

Samkvæmt upplýsingum varð minniháttar umferðarslys varð við gatnamótin Suðurhólar – Eyravegur fyrir stundu. Ekki voru alvarleg meiðsl á fólki, en ökutæki eru talsvert skemmd.

Nokkur slys hafa orðið þarna á stuttum tíma, en ráðgert er að setja upp hringtorg á gatnamótunum árið 2020. Í samtali við fólk sem þekkir til kemur fram að þessum framkvæmdum þyrfti að flýta sem kostur er áður en eitthvert alvarlegt slys gerist á þessum stað. Þarna séu gjörbreyttar aðstæður miðað við það sem var fyrir fáeinum misserum síðan, en mikið hverfi hefur byggst upp á skömmum tíma með fjölda íbúa sem nota þessi gatnamót til að komast til og frá heimilum sínum. Þá sé ákveðin hætta á að bílar sem komi neðan af strönd séu ekki búnir að hægja nægjanlega á sér þegar kemur að gatnamótunum, en 50 km hámarkshraði tekur gildi nokkru áður en að þeim er komið.

Á síðasta fundi bæjarráðs var þakkað fyrir þann skilning sem sýndur var í frumvarpinu að gert verði hringtorg við Suðurhóla ásamt undirgöngum á árinu.

Nýjar fréttir