-5.4 C
Selfoss

Kiwanisklúbburinn Jörfi kom færandi hendi í Kotið

Vinsælar fréttir

Þann 24. janúar sl. kom Kiwanisklúbburinn Jörfi færandi hendi í frístundaklúbbinn Kotið á Selfossi. Frístundaklúbburinn Kotið er ætlaður fyrir grunnskólanemendur í 5. -10. bekk sem eru með fatlanir. Meginmarkmið klúbbsins er að efla og styrkja félagsleg tengsl ásamt því að stuðla að alhliða þroska og heilbrigði. Meðferðis höfðu félagar Jörfa fimm nýjar Ipad spjaldtölvur og sérstakar hlífðartöskur undir búnaðinn. Búnaðurinn er að verðmæti 300 þúsund kr. „Við höfum yfirleitt unnið fyrir börn, börnin fyrst og fremst, eins og kjörorðið er og þetta er hluti af því að færa frístundaklúbbnum þessa gjöf. Gjöfin núna eru fimm spjaldtölvur með hulstri. Við fengum ábendingu um að þetta vantaði hér og okkur fanst tilhlýðilegt að frístundaklúbbnum þessa gjöf,“ Segir Guðmundur Helgi Guðjónsson, forseti Kiwanisklúbbsins Jörfa. Í Kiwanisklúbbnum Jörfa eru 31 meðlimur en klúbburinn var stofnaður 1975 og hefur veitt marga styrki á hverju ári, meðal annars hefur sérdeild Sunnulækjarskóla fengið styrki. Fram undan er að veita frekari styrki til samfélagsins þar sem það kemur börnum vel.  „Þetta er náttúrulega bara frábært framtak og við erum afar þakklát fyrir þessar spjaldtölvur. Hér eru börn sem geta nýtt sér tækin en svona spjaldtölvur hafa upp á mikið að bjóða m.a. aðstoð við tjáskipti og samskipti ásamt ýmsu fleira. Ég tala nú ekki um þegar koma fimm stykki hingað inn í einu í starfið hjá okkur“, segir Eiríkur Sigmarsson, forstöðumaður Kotsins.

 

Nýjar fréttir