-6.1 C
Selfoss

Verslunin Vistvera opnar á Eyraveginum á Selfossi

Vinsælar fréttir

Verslunin Vistvera opnaði dyr sínar fyrir fólki sunnudaginn 13. september sl. Verslunin er með umhverfisvænar heimilis- og gjafavörur.  Vistvera var eitt af þeim fyrirtækjum sem tilnefnd voru til Bláskeljarinnar 2020, viðurkenningar sem veitt er af Umhverfisráðuneytinu til fyrirtækja, stofnana, einstaklinga eða annarra fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla af minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.

Vistvænt vöruúrval og vörur úr náttúrulegum efnum

Í versluninni er lögð áhersla á vörur sem hjálpa fólki að draga úr umbúðanotkun og venja sig af einnota lífsstíl.  „Við kappkostum að bjóða vandaðar vörur á hagstæðu verði. Þá leggjum við aherslu á plastlausar vörur og lágmarksumbúðir, sem leiðir til lágmarksúrgangs frá heimilinu,“ segir Hafdís Erla Bogadóttir. Aðspurð um hvernig vörur er að ræða segir hafdís. „Sem dæmi um umbúðalitlar neysluvörur má nefna tannkremstöflur sem eru seldar eftir vigt, hársápustykki (sjampóstykki) og sápustykki. Verslunin er með breitt úrval af áfyllingarvöru þar sem fólk kemur með eigin ílát, fyllir á og borgar eftir þyngd.“

 

Nýjar fréttir