-7 C
Selfoss

Jarðskjálfti skók höfuðborgarsvæðið og fannst vel á Suðurlandinu

Vinsælar fréttir

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu vel fyrir jarðskjálfta sem reið yfir nú laust fyrir kl. 14. Á Suðurlandinu greindu margir skjálftann, en honum var víða lýst sem mjúkri hreyfingu sem vaggaði fólki þar sem það var statt. Ekki fundu þó allir fyrir skjálftanum, samkvæmt þeim upplýsingum sem dfs.is hefur þessa stundina. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var skjálftinn um 5,5 á stærð. Upptökin eru sögð vestan við Kleifarvatn samkvæmt fyrstu upplýsingum.

Nýjar fréttir