-10.5 C
Selfoss

Enn stefnt á að halda Unglingalandsmótið

Vinsælar fréttir

Enn er stefnt á að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í samtali við Jón Aðalstein Bergsteinsson, kynningarfulltrúa hjá UMFÍ kemur fram að það séu allir sjokkeraðir yfir þeim fjölda smita sem greinast í samfélaginu. Enn sé þó á áætlun að halda mótið, en vel sé fylgst með þróun mála. „Við erum í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir og förum í einu og öllu eftir þeirra tilmælum.“ Jón segir jafnframt að sami háttur verði hafður á og í fyrra þar sem mótið verði undirbúið og allt haft eins og mótið verði haldið. Verði breytingar á tilmælum eða öðru þá séu ólíkar sviðsmyndir til. Þá reiknar hann með að hlutirnir skýrist betur á næstu dögum. Þurfi að hætta við mótið þá verði það að sjálfsögðu gert.

Gert er ráð fyrir 10 þúsund gestum á mótið.

 

Nýjar fréttir