12.3 C
Selfoss

Lokið við leikskólann Goðheima fyrir haustið

Vinsælar fréttir

Í samtali við starfsfólk Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar kemur fram að verið sé að leggja lokahönd á innanrými leikskólans Goðheima á Selfossi. Leikskólinn var opnaður að hluta til fyrr á árinu en nú er verið að leggja lokahönd á það sem út af stóð og til stendur að opna skólann að fullu í haust. Á útisvæðinu er líka margt um að vera og verktakar á fullu við að ganga frá lóðinni, en lóðin á að vera komin í gagnið í haust. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er verktaki að leggja allt sitt á vogarskálarnar. Í vikunni liggur fyrri að gera úttektir og hleypa lóðinni og húsnæðinu í fulla notkun í framhaldinu.

Vinna í innanrými leikskólans er langt komin.

 

Nýjar fréttir