-7 C
Selfoss

Heilsuvera – fræðslusíða heilsugæslunnar

Vinsælar fréttir

Kröfur samfélagsins um aukna nýtingu upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustu og stjórnsýslunnar almennt, verða sífellt meiri, en almennt er viðurkennt að aukin nýting upplýsingatækni innan heilbrigðisþjónustu auki öryggi sjúklinga, skilvirkni og gæði þjónustunnar. Á tímum tölvutæki og almennrar sítengingar við internetið er hægt með auðveldum hætti að leita sér upplýsinga um allt milli himins á jarðar.  Þar eru upplýsingar um heilsu og heilbrigði ekki undanskildar.  Upplýsingar koma úr ýmsum áttum og fólk oft hálf ringlað yfir öllum þessum upplýsingum. Til að tryggja það að fólk fái góðar upplýsingar um heilsu, sjúkdóma og einkenni þeirra hefur heilsugæslan og Embætti Landlæknis stofnað heimasíðu er kallast Heilsuvera.is.   Á þessari síðu sem er í sífelldri endurskoðun eru gagnreyndar upplýsingar sem hægt er að treysta á. Það má segja að þjónusta síðunnar sé tvíþætt:

Í fyrsta lagi er þar hægt að finna margvíslegan fróðleik um heilsueflingu eins og næringu, hreyfingu, líðan og svefn.  Ýmsar upplýsingar eru um sjúkdóma, veikindi og einkenni þeirra. Ferðafólk getur fundið upplýsingar um bólusetningar og ferðalög. Börn og ungmenni sem og eldri borgarar geta einnig leitað sér upplýsingar sem er sett inn með þarfir þessara aldurshópa í huga. Foreldrar ungbarna geta fundið allan þann fróðleik sem fram fer í ungbarnaverndinni. Þarna er hægt að fá aðstoð við að hætta að reykja sem og taka áfengispróf svo eitthvað sé nefnt. Þegar fólk tekur ábyrgð á eigin heilsu er mikilvægt að leita sér gagnreyndrar þekkingar svo fólk geti tekið góðar ákvarðanir fyrir sína heilsueflingu.

Önnur þjónusta sem hægt er að finna á síðunni er Mínar síður þar sem fólk getur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Með aðgangi að Heilsuveru geta einstaklingar nú fengið yfirsýn yfir lyfjanotkun sína, sótt rafrænt um endurnýjun lyfseðla, séð stöðu lyfseðla í lyfseðlagátt, séð ofnæmi sem hefur verið skráð í sjúkraskrá, séð framkvæmdar bólusetningar, átt örugg rafræn samskipti við heilbrigðisstarfsmenn og bókað tíma rafrænt á heilsugæslustöð. Auk þess er hægt að fá aðgang að upplýsingum eigin barna að 16. ára aldri. Embætti landlæknis og heilsugæslan munu halda áfram að þróa Heilsuveru og munu einstaklingar smám saman fá aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum með hjálp Heilsuveru.

Við hvetjum fólk til að skoða og nýta sér heilsuveru.is

Fh. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Bjarnheiður Böðvarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur, heilsugæslu Selfoss.

 

 

 

Nýjar fréttir