-7.1 C
Selfoss

Aðventulestur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri

Vinsælar fréttir

Öldungaráð Árborgar

Afrekshugur heima

Nemendur í 1. til 6. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa notað aðventuna til að lesa jólasögur. Fyrir hverja lesna bók hefur nemandi fengið afhent hjarta eða stjörnu, sem hann merkir sér og hengir á jólatré skólans. Þannig hafa nemendur smátt og smátt skreytt jólatréð í desember en hugmyndin er sú að sýna samstöðu í verki og gleðja hvert annað þó við getum ekki alltaf verið öll saman á tímum heimsfaraldurs. Markmiðið  er að sýna fram á samstöðu nemanda á erfiðum tíma, þar sem heimsfaraldurinn hefur haft margskonar áhrif á líf nemanda okkar.

Það var Hafdís Sigurjónsdóttir, starfsmaður skólabókasafns Barnaskólans, sem átti hugmyndina að aðventulestrinum sem hefur sannarlega slegið í gegn hjá nemendum.

 

Nýjar fréttir