Í ljósi kjarasamninga kemur til framkvæmda stytting vinnuvikunnar hjá Árborg. Tillögur frá ólíkum stofnunum hafa verið lagðar fram og þær samþykktar af bæjarráði Árborgar. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að fyrirkomulagið skuli endurmetið þann 1. apríl nk. Þá er brýnt fyrir starfsfólki að haga breytingunum þannig að þær valdi ekki auknum kostnaði eða skerði þjónustu sveitarfélagsins.
Breyttur opnunartími skrifstofu sveitarfélagsins
Hefðbundinn opnunartími skrifstofu sveitarfélagsins hefur verið frá kl. 09 til 16. Tillögur að styttingu í Ráðhúsi Árborgar gerir ráð fyrir að ekki séu teknir matar eða kaffitímar og vinnudegi ljúki kl. 15:12. Bæjarráð samþykkti tillöguna þannig að opnunartími á skrifstofum Árborgar verði frá kl. 09 til kl. 15.