3.9 C
Selfoss

Tækifæri framundan á Laugarvatni

Vinsælar fréttir

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur auglýst tíu íbúðahúsalóðir og fimm verslunar- og þjónustulóðir lausar til úthlutunar á Laugarvatni. Þessar lóðir eru að koma til úthlutunar eftir endurskoðun á deiliskipulagi þéttbýlisins. Vöntun hefur verið á lóðum á Laugarvatni og ætti nýtilkomið framboð að svara þeirri eftirspurn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu við hönnun og gatnagerð á einni íbúðargötu og iðnaðargötu á Laugarvatni, Traustatún og Kotstún. „Það er mjög kærkomið að getað auglýst þessar lóðir lausar til úthlutunar en vöntun hefur verið á góðum lóðum á Laugarvatni. Árið 2017 fengum við allt land ríkisins innan þéttbýlisins á Laugarvatni eftir makaskipti á landi við ríkið. Makaskiptin breyta gríðarlega miklu fyrir sveitarfélagið uppá alla framþróun og uppbyggingu. Það segir sig sjálft að það var mjög þungt kerfi að ríkið ætti um 50 hektara innan þéttbýlisins. Þessar lóðir sem nú er verið að auglýsa eru mjög spennandi og má nefna að verið er að auglýsa verslunar- og þjónustulóðir niður við vatn sem gefa ýmsa möguleika og tækifæri tengda ferðaþjónustu við heimamenn og gesti,“ sagði Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar í samtali við Dagskrána.

 

 

Nýjar fréttir