-6.1 C
Selfoss

Kvenfélagið Eining á bakaði 2100 kleinur

Vinsælar fréttir

Kvenfélagskonurnar í Kven­félaginu Einingu í Hvol­hreppi láta sér ástandið ekki vaxa í augum þegar farið er í fjáraflanir. Í samtali við Margréti Guðjónsdóttur, for­manni Einingar kemur fram að það þurfi að finna aðrar leiðir þegar hefðbundnar leiðir ganga ekki upp. „Í Kven­félaginu Einingu, Hvolhreppi, eru kraftmiklar konur, sem kunna ekki við að sitja með hendur í skauti og bíða eftir því að „óværan hverfi“. Við brugðum á það ráð að auglýsa á fésbókarsíðunni okkar kleinur til sölu. Þá vorum við með fría heim­send­ingu að auki,“ segir Margét. Pantanir bárust víða að úr sýslunni og meira að segja frá Selfossi. Skemmst er frá því að segja að þær tóku áskoruninni og komu nýbökuðum kleinum til svangra Selfyssinga sem annarra. „Fólk var að panta 1-10 poka af kleinum. Við hittumst svo á sunnudeginum 18. apríl sl. Þarna steiktum við um 2100 kleinur sem fóru vítt og breitt um Suðurlandið. Apótekarinn á Hvolsvelli var svo elskulegur að styrkja félagið um 200 bréfpoka undir kleinurnar og við viljum gjarna skila fyrirtækinu góðum þökkum fyrir þann stuðning. Sömuleiðis fá allir sem keyptu af okkur kleinur hinar mestu þakkir fyrir þátttökuna í þessu skemmtilega ævintýri,“ segir Margrét að lokum.

Nýjar fréttir