6.1 C
Selfoss

Fjöldi á leið í skimun á Selfossi í dag

Vinsælar fréttir

Ef marka má umferðaröngþveitið á Eyraveginum og nálægum götum eru margir sem fara í sýnatöku í dag. Sjálfsagt hafa einhverjir tekið kipp í gær við fregnir af smitum á Álfheimum og í Vallaskóla. Í gærkvöldi var orðið fullt í sýnatöku í dag og fólk beðið að bóka næsta dag nema málið þyldi ekki bið. Á drónamyndinni hér að neðan má sjá hluta af röðinni sem teygir sig frá hringtorginu við brúna og alla leið í kjallarann við Krónuna, þar sem sýnin eru tekin. Starfsfólk HSU er orðið þjálfað í sýnatökunni og hvert sýni tekur skamma stund. Röðin silast því hægt og bítandi áfram.

Nýjar fréttir