1.7 C
Selfoss

Tíglar

Vinsælar fréttir

Við tókum fyrir skömmu í sölu nýtt garn sem heitir Canada og er frá LAMMY. Það er bæði til einlitt og einnig í nokkrum skemmtilegum tweed litum sem eru blanda af 35% ull, 61% akrýl og 4% viskos. Létt, mjúkt og ódýrt.

Vesti eru frábærar flíkur sem halda hæfilegum hita á kroppnum við ólíkar aðstæður. Hér er uppskrift að einu slíku í barnastærðum með einföldu útprjóni að framan en sléttu prjóni að aftan.

Meðfylgjandi er tafla sem sýnir helstu tölulegar leiðbeiningar í stærðum 2ja til 10 ára.

Áhöld: prjónar no 4 og 4,5, nál og þrjú prjónamerki.

Prjónafesta: 18 l = 10 sm.

Þegar prjónað er fram og til baka er fyrsta lykkjan alltaf tekin óprjónuð eins og eigi að prjóna hana sl. Við það myndast hnúður í hliðinni.

Fitjið upp á prjón no 4, tengið saman í hring og prjónið stroff, 3 sl, 1 br til skiptis.

Skiptið yfir á prjón no 4,5 og prjónið eina umf sl og aukið út um eina l í hvorri hlið = # 1.

Setjið prjónamerki í báðar hliðar og utan um miðlykkjuna að framan = # 2.

Fyrsta og síðasta lykkjan á framhluta er prjónuð brugðin en munsturprjón þar á milli.  Lykkjur á bakhluta eru prjónaðar sléttar. Athugið að byrja á réttum stað í munstrinu til að fá miðjutígulinn á réttum stað = # 3.

Prjónið að handvegi og setjið lykkjur á nælu fyrir handveg hvorum megin.

Nú eru fram- og bakhluti prjónaðir fram og til baka, fyrst bakstykkið, sl á réttunni og brugðið á röngunni. Byrjað er á að gera úrtöku í hliðum þannig: * Takið 1 l óprjónaða, prjónið næstu og steypið þeirri óprjónuðu framyfir , endurtakið. (þá hefur fækkað um 2 lykkjur) * Endurtakið *-* í hinni hliðinni. Eftir þetta er fækkað um eina l í hvorri hlið þar til búið er að fækka lykkjum eins og sagt er í töflunni = # 4.

Prjónið áfram þar til fullri lengd er náð og geymið lykkjurnar.

Prjónið nú framhluta áfram eftir munsturpjróni og gerið eins úrtöku og gerð var á bakhluta. Prjónið svo áfram þar til komið er að hálsmáli. Geymið lykkjur á miðjunni og prjónið upp boðungana. Gerið úrtöku í byrjun umferða við hálsmál þannig: * Takið 1 l óprjónaða, prjónið næstu og steypið þeirri óprjónuðu framyfirir  endurtakið. (þá hefur fækkað um 2 lykkjur) *. Endurtakið *-*. Eftir þetta er fækkað um eina l í byrjun umferða við hálsmálið þar til búið er að fækka lykkjum eins og sagt er í töflunni = # 5.

Prjónið áfram þar til framhluti er orðinn jafn langur og bakhluti.

Lykkið saman lykkjurnar af boðungunum við ystu lykkjurnar af bakhlutanum.

Takið upp lykkjur í hliðunum í hálsmáli með prj no 4. Lykkjufjöldinn þarf að vera deilanlegur með fjórum. Aukið út um 1-3 l ef þarf neðst í hliðunum að framan. Prjónið brugðning 3 sl, 1 br skv. töflu. Fellið laust af. Gerið eins í handvegum.

Gangið frá endum. Þvoið í volgu sápuvatni og leggið til þerris.

 Hönnun: Alda Sigurðardóttir

 

Tíglar – Mynstur.

Nýjar fréttir