-6.6 C
Selfoss

Verslunin Ilmurinn opnar á Selfossi

Vinsælar fréttir

Ilmurinn er vefverslun sem hefur verið starfrækt við góðan orðstír í rúm tvö ár. Ásthildur Þorsteinsdóttir, eigandi og stofnandi Ilmsins ætlar nú að opna verslunina í raunheimum að Eyravegi 65. „Við opnum þann fyrsta maí nk. Fyrst um sinn verður opið á miðvikudögum frá 15-18 og á laugardögum frá 12 – 16.

Áhersla á öruggar og fallegar ilmvörur

Ilmurinn framleiðir og flytur inn allskonar ilmvörur. „Ég vel vörurnar sérstaklega með það í huga í þær séu notuð sem mest náttúruleg hráefni, minna plast og ekki prófað á dýrum. Í versluninni verður lögð áhersla á að vörurnar séu öruggar, fallegar og fólk fái persónulega og góða þjónustu.“ Hluti af vörum í versluninni eru framleiddar af Ásthildi, meðal annars ilmvax, ilmstrá og annað sem hún gerir sjálf úr hágæða hráefnum.

Ástríðan er fyrir ilmvörum

Ásthildur hefur ástríðu fyrir ilmvörum og sérstaklega öruggum ilmvörum, þar sem eftir að hún eignaðist börnin sín tvö þá fór hún að huga að innihaldi í ilmvörunum sem hún var að nota, og kom í ljós að þær eru ekki allar náttúruvænar eða öruggar, reyndar mjög fáar. „Ég fluttist út til Spánar með fjölskylduna í eitt og hálft ár og kynntist þar vörum sem ég kolféll fyrir. Kertavax hitarar sem hita ilmandi vaxkubba á lágu hitastigi svo börnin eru ekki að brenna sig“. Það er um að gera fyrir áhugasama að kynna sér vörurnar og verslunina hjá Ásthildi!

 

Nýjar fréttir