1.7 C
Selfoss

Langflestir greiða reikninga á réttum tíma

Vinsælar fréttir

Hellisheiði lokað

Andi jólahátíðarinnar

Þrátt fyrir óvissu vegna Covid og efnhagslegra áhrifa heimsfaraldursins eru Hvergerðingar skilvísari greiðendur gjalda en nokkru sinni fyrr. 

Aldrei hafa færri greiðendur fengið innheimtuviðvörun en árið 2020 og aldrei áður hafa jafn fá mál ratað í löginnheimtu.  Þannig spara bæjarbúar sér þó nokkrar upphæðir því dráttarvextir og kostnaður vegna ógreiddra reikninga safnast saman og getur orðið að háum fjárhæðum séu reikningar ekki greiddir á eindaga. 

Það er innheimtufyrirtækið Motus sem sér um milliinnheimtu fyrir Hveragerðisbæ.  Á fundi þeirra nýverið með forsvarsmönnum Hveragerðisbæjar kom fram að yfir 81,7% af kröfum bæjarbúa eru greiddar fyrir eindaga og  nærri því allir eða 98,4% greiðenda borga reikninga sína innan við 60 dögum eftir eindaga.  Kostnaður bæjarbúa vegna ógreiddra reikninga er því minni árið 2020 heldur en 2019 og er það í andstöðu við flestar spár sem í ljósi heimsfaraldurs gerðu ráð fyrir meiri vanskilum en áður. 

Innheimtuhlutfall Hvergerðinga hefur farið batnandi undanfarin ár og standa Hvergerðingar nú jafnfætis öðrum hvað það varðar eftir að hafa verið örlitlir eftirbátar annarra hvað skilvísi varðar á undanförnum árum. 

Það er ljóst að almennt eru það færri og færri sem greiða reikninga sína of seint og hafa flestir uppgötvað að með því að greiða reikninga á réttum tíma má spara sér þó nokkrar fjárhæðir og ættu auðvitað allir að vilja vera í þeim hópi.

Nýjar fréttir