-7.3 C
Selfoss

Þetta með staðreyndirnar

Vinsælar fréttir

Þessi grein er svar við grein sem birtist í Dagskráinni þann 27 mai undir yfirskriftinni, sem meirihlutinn Í Árborg skrifaði:

Tölum um staðreyndir og förum rétt með

Rökstuðningur þeirra er alveg með ólíkindum og  varla svara verður. Enda fór minnihlutinn með rétt mál í grein sinni hvað reksturinn á A hlutanum varðar. Núverandi meirihluti samþykkti þennan ársreikning þann 12. maí síðastliðinn og hann varð til í þeirra óstjórn og stjórnleysi. Eins og glögglega má sjá í ársreikningnum hefur meirihlutinn ekki gætt hófs í fjárhagslegum skuldbindingum sínum.

Enda höfum við bent á þetta allan tímann með skrifum í blöð og bókunum  á bæjarstjórnarfundum við lítinn orðstír. Allar tölur sem um ræðir eru  teknar upp úr ársreikningnum og það er óskiljanlegt að nefna það í greininni að við förum með rangt mál þegar einungis um  staðreyndir er að ræða. Í svari þeirra var ekkert minnst á það sem skiptir máli hvað ársreikninginn varðar.

Markmiðið var aðeins að sverta okkar málflutning með rógburði  og dónaskap, sem er sú háttsemi sem meirihlutinn hefur sýnt af sér allt kjörtímabilið. Þau tala síðan um virðingu og vinsemd, að við séum að þyrla upp ryki með þessum skrifum okkar. Að upplýsingar okkar til íbúa Árborgar séu rangar og villandi.

En til að fólk átti sig á stöðunni, þá er hún í raun mjög slæm. Staðreyndirnar tala sínu máli ef farið er inn á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar og umræddur ársreikningur er skoðaður. Þar sést svart á hvítu hver fer með lygi og gefur rangar og villandi upplýsingar til íbúa í þessu máli.

Íbúar Árborgar verða að skilja að það er ekki hægt að skuldsetja sveitarfélagið endalaust, fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Það þarf að borga óráðsíuna sem hefur einkennt þennan meirihluta allt kjörtímabilið, við Sjálfstæðismenn þekkjum það.

Þessi staða er verri núna en þegar við tókum við árið 2010 með skuldahlutfallið 206%, og sveitarfélagið á gjörgæslu eftirlitsnefndar Sveitafélaga  .

Ef notaðir væru sömu útreikningar nú væri skuldahlutfallið orðið enn hærra. Það stefnir allt í að skerða þurfi  þjónustu og hækka fasteignargjöld og útsvar. Er þetta það sem fólk vill, það höldum við  ekki. PS: staðan á 4 mánaða uppgjöri bæjarsjóðs sýnir 1030 miljónir í rekstrahalla á A hluta sem þýða að  lántökur eru óhjákvæmlegar  til að fjármagna hallan,

Sumarkveðja,

Bæjafultrúar D listans

Gunnar Egilsson

Brynhildur Jónsdóttir

Kjartan Björnsson

Ari Björn Thorarinsen

 

Nýjar fréttir