-10.5 C
Selfoss

Brú yfir Þjórsá opin fyrir gangandi og hjólandi

Vinsælar fréttir

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu-, hjóla- og reiðbrúar yfir Þjórsá, ofan Þjófafoss hefur miðað vel. Verkefnið er hluti mótvægisaðgerða vegna stækkunar Búrfellsstöðvar samkvæmt samkomulagi við sveitarfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Um er að ræða 102 metra langa stálbitabrú með timburgólfi úr íslensku sitkagreni sem aflað var í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Límtré Vírnet. Framkvæmdir við brúarsmíði hófust um miðjan október síðastliðinn og nú hefur sá merki áfangi náðst að brúarsmíðinni sjálfri er lokið og hægt að heimila umferð gangandi og hjólandi yfir brúna.

Enn um sinn verður lokað fyrir umferð hestamanna um brúna, á meðan unnið er að aðgerðum innan virkjunarsvæðis Búrfellsstöðva, þar sem ætlunin er að halda opinni leið fyrir hestamenn um Sámsstaðamúla. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim framkvæmdum síðsumars og í framhaldinu taka brúna að fullu í notkun.

Rangárþing ytra

Nýjar fréttir