-4.4 C
Selfoss

GOLLA

Vinsælar fréttir

Opnar peysur eru oft kallaðar golfpeysur eða gollur og hér er sérlega auðveld uppskrift að einni slíkri. Hún er prjónuð með garðaprjóni (slétt prjón fram og til baka) ofan frá og niður, fyrst berustykkið en þar er aukið út í löskum á fjórum stöðum. Síðan eru ermarnar prjónaðar og svo bolurinn. Kanturinn að framan er heklaður í lokin.

Prjónað er með tveimur ólíkum garntegundum saman. Hægur vandi er að hafa hana einlita en hér var ákveðið að leika sér aðeins með mismunandi liti í annarri garntegundinni og breiddin á röndunum látin ráðast af því hvað hver garndokka entist lengi. Peysan er í stærð XS.

 

Stærðir: XS ( S) M (L) XL

Garn áætlað: Anisia mohairgarn frá Cewec, 3 (4) 4 (5) 6 dokkur, Esther, blanda af bómull og ull, frá Permin, 4 (5) 6 (6) 7 í einum lit eða fleiri.

Langir hringprjónar no 4,5 og 6. Sokkaprjónar eða Trio no 4,5. Heklunál no 4,5

Prjónafesta 17 l = 10 sm.

Nælur til að geyma lykkjur. Prjónamerki. Tölur, en við eigum mikið úrval af þeim.

 

Fylgið upplýsingum um lykkjufjölda á hverju stigi í meðfylgjandi töflu. Hafið í huga að síddir á ermum og bol getur þurft að aðlaga vaxtarlagi og smekk og einnig að garðaprjón á það til að teygjast og því óhætt að teygja aðeins á því þegar

 

STROFF

Athugið að fyrsta lykkjan er alltaf tekin framaf prjóninum óprjónuð (Ó)

Fyrsta umf: Ó, 2 br og 2 sl til skiptis, enda á 2 br, 1 sl

Setjið prjónamerki í lok umferðarinnar til að vita að umferðir sem byrja þar eru á réttunni.

Önnur umf: Ó, 2 sl og 2 br til skiptis, enda á 3 sl.

Prj þannig til skiptis (endið við prjónamerkið).

 

Skiptið yfir á prj no 6 og prj eina umf sl og setjið prjónamerki jafnóðum eftir skiptingum í prjónahluta. Prjónið til baka og byrjið síðan á að auka út í löskum.

 

LASKAR

Þegar ein lykkja er að prjónamerki er prjónuð sl l undir bandið milli lykkjanna í næstu umf á undan, síðan 2 sl (prjónamerkið lendir á milli þeirra) og síðan er aftur prjónað undir bandið milli lykkjanna í næstu umf á undan. Endurtekið við öll prjónamerkin. Prjónið til baka sl.

 

Endurtakið þessa aðferð eins oft og segir í töflunni. Slítið frá.

 

ERMAR

Setjið lykkjurnar sem tilheyra vinstri boðungi á hjálparprjón.

Fitjið upp 4 (4) 5 (5) 6 l og prjónið ermalykkjurnar og fitjið aftur upp eins. Prjónið til baka og setjið prjónamerki á kantinn í lokin til að vita hvar umferð á réttu byrjar. Prjónið garðaprjón áfram að stroffi. (Í þessari peysu var prjónaður 21 garður með lit 2 og eins með lit 3). Skiptið yfir á prj no 4,5 og prj (með þeim lit sem þið viljið hafa í stroffinu) eina umf þar sem fækkað er um l skv töflu. Fellið laust af.

 

Setjið lykkjurnar fyrir bakið, og hægri boðung, á hjálparnælur og prjónið hina ermina eins.

 

BOLUR

Byrjið að prjóna þar sem slitið var frá eftir berustykkið, á vinstri boðungi. Þegar kemur að handvegunum eru fitjaðar upp l skv töflu. Prjónið áfram þar til sídd peysunnar er orðin hæfileg eða eftir smekk. Í þessari peysu var prjónað úr lit 2 og 3 þar til þeir kláruðust, 14 garðar í hvorum lit.

Skiptið yfir á prjón 4,5 og einnig um lit ef vill og prjónið ein umf sl og síðan stroff skv töflu (endið á vinstri boðungi). Fellið laust af en ekki slíta frá heldur notið lykkjuna til að byrja að hekla framan á hægri boðung.

 

KANTAR

Hægri boðungur: Heklið fl milli garðanna og síðan til baka 1 fl í hverja fl. Á þessari peysu eru 63 fl í umferðinni og í næstu umf eru gerð 6 hnappagöt með jöfnu millibili þannig: 3 fl, 2 ll og næsta fl í 3ju fl, * 9 fl, 2 ll og næsta fl í 3ju fl *. Endurtakið *-*. Endið á 2 fl. Í næstu umf eru heklaðar 2 fl í hnappagötin og síðan er ein umferð af fl í viðbót. Slítið frá.

Best er að telja fastalykkjurnar og ákveða hvað eiga að vera margir hnappar. Gera ráð fyrir 3 fl að neðan og ofan og reikna síðan út hvað eiga að vera margar á milli hnappagatanna.

Vinstri boðungur: Byrjið við hálsmál og heklið eins nema ekki með hnappagötum.

 

FRÁGANGUR

Saumið ermar saman og lokið handvegi. Gangið frá endum. Saumið tölur á. Þvoið peysuna í volgu sápuvatni eða í þvottavél á ullarstillingu og leggið til þerris.

 

Hönnun: Alda Sigurðardóttir

 

 

Nýjar fréttir