-4.2 C
Selfoss

Nýr samningur um úrgangsþjónustu hjá Árborg

Vinsælar fréttir

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16. júlí. sl. Lægstbjóðandi var Íslenska Gámafélagið ehf. Fyrirtækið mun sinna sorphirðu hjá sveitarfélaginu til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu.

Íslenska gámafélagið hefur sinnt úrgangsþjónustu í Árborg til fjölda ára. Í tilkynningu segir að sveitarfélagið sé mjög ánægt með að geta haldið áfram því góða samstarfi. Nýr samningur tekur gildi þann 1. ágúst nk. Helstu breytingarnar eru þær að grenndarstöðvum verður fjölgað innan sveitarfélagsins en „það verkefni hefur reynst vel og umgengni hefur verið til fyrirmyndar“. Þá vonast aðilar til þess að til að fleiri grenndarstöðvar verði komnar upp í haust.

 

 

Nýjar fréttir