-8.7 C
Selfoss

Fimm steyptar brýr og undirgöng

Vinsælar fréttir

Framkvæmdir við 2. áfanga breikkunar Hringvegar (1) milli Hveragerði og Selfoss ganga vel og eru á áætlun. Brúarsmíði er í fullum gangi en fimm steyptar brýr og undirgöng ásamt tveimur reiðgöngum úr stáli eru hluti verksins. Vinnu við lagnir veitufyrirtækja er að ljúka og er næsta skref að byggja upp Ölfusveg svo beina megi umferð um hann á meðan Hringvegur er byggður upp og breikkaður. Gert er ráð fyrir að austasti hluti hans ásamt hringtorgi við Biskupstungnabraut verði tekinn í notkun haustið 2021 en endanleg verklok samkvæmt útboði eru í september 2023.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllun og lýsingu á framkvæmdinni:

Nýjar fréttir