-6.3 C
Selfoss

Landfylling við Ölfusá í nýju aðalskipulagi Árborgar

Vinsælar fréttir

Nokkur umræða hefur verið um landfyllingu við Ölfusá fyrir neðan Starmóa í Móahverfinu á Selfossi. Kannski vill það gerast að skipulög sem þessi sem vinna þarf með reglubundnum hætti í sveitarfélögum eftir lögum og reglum renni stundum framhjá fólki og öllum bregði svo við þegar skipulagið er orðið staðreynd og engu hægt að breyta. Sandvíkin sem hér um ræðir er mér vel kunn þar sem ég hef búið í og við þetta hverfi sem þessar breytingar snerta. Hver nákvæmur tilgangur er með þessum tillögum að breytingum er, er ég ekki viss um. Kynningarferill á aðalskipulagi Árborgar fyrir árin 2020-2036 er nú í kynningar og athugasemdarferli og því mikilvægt að íbúar kynni sér tillögurnar vel. Kynning fór fram á netinu fyrir tveimur vikum og því miður voru ekki margir að fylgjast með og í ofanálag voru einhver tæknivandræði og hljóðið í ólagi hjá einhverjum sem fylgjast vildu með. Einnig eru tillögurnar kynntar á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar. Tími til athugasemda var til 20 nóvember (sem ég vona að sé ekki alveg heilög dagsetning)og reikna ég með að fjölmargir hafi gert athugasemdir eða komið með ábendingar. Hvað viðvíkur þessari náttúrlegu sandvík við okkar fögru Ölfusá er ljóst að þar er mikið og fjölskrúðugt fuglalíf á sumrin og efalaust varp einhverra fugla fyrir utan ómælda fegurð að mínu mati. Fjölmargir íbúar í grendinni hafa sett sig í samband við mig undanfarið og bent á það að það leggist gegn þessari uppfyllingu og hygg ég að tekið verði mið af þessum athugasemdum. Íbúar hafa einnig möguleika á að gera athugasemdir beint á netfangið skipulag@arborg.is Mér finnst þó einboðið miðað við viðbrögð að tekið verði tillit til þessa vilja gríðarlega mörgu íbúa, ég er í það minnsta sammála þeim um að þarna verði ekki gerð landfylling. Mér finnst þó skorta mjög sterk rök fyrir því að sú leið verði valin ef hana á að fara.

                              Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg.

Séð yfir víkina sem á að fylla upp. Myndband tekið upp sumarið 2018. Heyra má fuglasöng nokkuð háværan úr víkinni.

 

 

Nýjar fréttir