-6.4 C
Selfoss

Bláskógabyggð jafnlaunavottað

Vinsælar fréttir

Bláskógabyggð hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Með innleiðingu jafnlaunastaðals hefur sveitarfélagið komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Faggiltur úttektaraðili vottunarinnar var BSI á Íslandi og fór lokaúttekt á jafnlaunakerfinu fram 17. nóvember s.l. og var formlegt skírteini um jafnlaunavottun gefið út þann 1. desember 2020. Undirbúningur hófst í byrjun þessa árs og unnu fimm sveitarfélög saman í því ferli, þ.e. auk Bláskógabyggðar voru það Grímsnes- og Grafningshreppur, Flóahreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Ráðgjafi frá Strategíu ehf leiddi þá vinnu, m.a. launagreiningu sem leiddi í ljós að hjá Bláskógabyggð var launamunur 0,6% konum í hag.

 

Nýjar fréttir